150. löggjafarþing — 93. fundur,  28. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

722. mál
[17:49]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við greiðum atkvæði með þessum breytingartillögum en ég vil halda því til haga að við erum hérna svolítið að spara atkvæðagreiðslurnar. Upprunalega planið var að vera á gulu við einhver af þessum ákvæðum. Þess vegna vil ég halda því til haga að þarna er orðalagsbreyting, orðinu „allir“ er breytt í „allir viðkomandi aðilar“. Mér hefði þótt betra að það væri skilgreint hvað nákvæmlega væri átt við með því en það lögfróða fólk sem ég hef spurt um það hefur ekki áhyggjur af þessu en hefur samt tekið undir að það væri betra að þarna væri skilgreining.

Ég læt þann fyrirvara duga til að greiða atkvæði með breytingartillögum meiri hlutans.