150. löggjafarþing — 93. fundur,  28. apr. 2020.

breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

722. mál
[17:52]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Ég get ekki stutt frumvarpið í heild. Ég sat hjá þegar greidd voru atkvæði um breytingarnar sem sannarlega voru til bóta. Ég minni á að fyrst þegar þetta frumvarp kom hingað inn var það fyrir árvekni okkar, þingmannanna sem höfðu gætur á frumvarpinu, að ekki yrði stórslys. Þar á ég við 10.–12. gr. Þar stefndi í stórslys, réttaröryggi gagnvart gerðarþolum í aðfarargerðum og nauðungarsölum var í stórhættu en okkur tókst að forða því.

Ýmislegt annað í þessu frumvarpi er ekki mér að skapi, eins og t.d. 5. og 6. gr. sem ég tel óþarfar og illa unnar. Einnig eru aðrar greinar óþarfar samkvæmt umsögnum sem hafa borist, t.d. frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Ég greiði atkvæði á móti frumvarpinu.