Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[12:50]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir með hv. þingmanni um mikilvægi húsnæðismála sem hann gerði að sínu aðalumræðuefni hér. Það er skýr áhersla hjá okkur Sjálfstæðismönnum á séreignarstefnuna, að sem flestir geti eignast sitt húsnæði, enda er eitt stærsta velferðarmálið að búa vel að heimilum. Það hefur margt verið gert og ég held að almennar leiðir séu bestar til að tryggja það. En hér talaði hann um jafnaðarmennskuna og að jafnaðarmenn væru að tala við fólkið og hvernig staðan væri orðin núna í verðbólgunni og öðru slíku. Ég var um tíma farinn að halda að hann væri að halda ræðu í borgarstjórn Reykjavíkur, það mætti skipta út borgarstjórn fyrir ríkisstjórn. En þar er búinn að vera lóðaskortur. Þar eru búin að vera há innviðagjöld og fasteignaskattar hækkað þannig að allar álögur og verð á íbúðarhúsnæði hækkað sem hækkar fjármagnskostnað. Ég spyr: Hver er leið jafnaðarmanna til að ná þessum kostnaði niður?