Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 93. fundur,  31. mars 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[13:58]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður spyr hér um skilaboð til millistéttarinnar frá Framsóknarflokknum. Skilaboðin eru nákvæmlega þau sömu til millistéttarinnar og til annarra stétta í þessu landi. Skilaboðin eru þau sömu. Hv. þingmaður var að ræða þarna um tekjuhliðina, sem snýr þá væntanlega að bifreiðagjöldum sem millistéttin er að borga, ef ég hef skilið spurninguna rétt. Þegar kemur að bifreiðagjöldum þá er þarna breyting sem snýr að hreinorkubílum og tengiltvinnbílum og einhvern veginn (Gripið fram í.) er það þannig að við þurfum að fjármagna vegakerfið okkar. Það hefur verið og er þannig að bílar af þessum tegundum hafa ekki verið að greiða (Forseti hringir.) nægjanlega mikið. — Því miður er tíminn búinn.