135. löggjafarþing — 94. fundur,  21. apr. 2008.

staðfest samvist.

532. mál
[22:14]
Hlusta

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég átti við það að nú munu samkynhneigðir hafa sömu réttindi fyrir lögum og aðrir. Ég tel því ekki rangt að segja að skrefið sé stigið til fulls þegar einstaklingar hafa sömu réttindi fyrir lögum. Um mannréttindamál er að ræða og okkur ber að fagna því að stjórnvöld á Íslandi séu tilbúin til að vera leiðandi í þessari umræðu. Nefnt var hér áður að fimm þjóðir í öllum heiminum hefðu stigið sambærilegt skref og við stígum í dag. Það er rétt að fagna því.