Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

ríkisfjármálaáætlun.

[15:52]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Mér fannst nú upptakturinn vera eitthvað á þá leið að þetta væri misskilningur hjá öllum þessum aðilum sem ég taldi upp; fjármálaráði, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði, Félagi atvinnurekenda og ASÍ. En svo heyri ég að hæstv. ráðherra segist skilja þessa gagnrýni og ég verð að fagna því, því að það er mikið áhyggjuefni hversu þung aldan er, hversu þung gagnrýnin er og að hún komi úr öllum áttum. Ef allir þessir aðilar eru ekki að misskilja þá er í reynd verið segja að ekki verði tekið á verðbólgu. Það þýðir að heimilin munu áfram finna fyrir háu verðlagi á matarkörfu, áfram finna fyrir afleiðingum verðbólgunnar á húsnæðislán o.s.frv.

Mig langaði líka til að spyrja hæstv. ráðherra út í vaxtakjörin hjá ríkissjóði. Heimilin þekkja það að þau hafa mikið um afkomuna að segja. Við erum allt að því Evrópumeistarar í þeim efnum. Telur hún að vaxtahlutfall Íslands og vaxtakjörin séu ásættanleg? (Forseti hringir.) Hverjar eru skýringar hæstv. ráðherra á því að vaxtakjör íslenska ríkisins séu ekki betri en raun ber vitni? (Forseti hringir.) Er þetta afleiðing hrunsins? Snýst þetta um orðspor? Hefur gjaldmiðillinn eitthvað að segja?