Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

fjármálaáætlun fyrir árin 2024--2028.

894. mál
[17:10]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Frú forseti. Af því að ég er sanngjarn maður þá ætla ég ekki að bæta við spurningum fyrir seinni umferðina en kannski bara örlítið samt varðandi þessa tímabundnu ákvörðun um lækkun endurgreiðslu virðisaukaskattsins: Til hvaða árangurs sér hæstv. ráðherra fyrir sér, ef hann gæti sagt það bara í einni setningu, að væri ástæða til að horfa með því að breyta þessari ákvörðun og færa til fyrra horfs, færa til baka og hækka endurgreiðsluhlutfallið? Þetta eru auðvitað ákvarðanir sem eru gjarnan teknar í samhengi við framlagningu fjárlaga hvers árs og bandorm þeim tengdum þannig að viðbragðssnerpan hefur kannski svona sögulega séð ekki verið mikil hvað þetta varðar. En að öðru leyti ítreka ég bara síðustu tvær spurningarnar um samvinnuverkefnin og síðan endurskoðun tekjustofna af ökutækjum og umferð.