Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 94. fundur,  17. apr. 2023.

staða fjölmiðla á Íslandi.

[22:58]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M):

Frú forseti. Ég skal ekki vera langorður. Ég vildi bara vekja athygli hæstv. forseta á því sem birtist hér og er áminning um augljóst mikilvægi þess að Alþingi ræði sérstaklega stöðu fjölmiðla á Íslandi. Ég hvet hæstv. forseta til að liðka fyrir því. Spurningarnar eru margar, miklu fleiri en ég hafði tök á að koma að hér áðan. Nú er meira að segja hæstv. ráðherra málaflokksins að saka einn tiltekinn fjölmiðil um falsfréttir, fjölmiðil sem þiggur styrki frá hæstv. ráðherra. Það er bara nýjasta dæmið um það sem við er að eiga á þessu erfiða sviði og hversu erfitt það getur verið þegar pólitíkin fer að skipta sér af fréttaflutningi fjölmiðla.