136. löggjafarþing — 95. fundur,  5. mars 2009.

eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.

313. mál
[13:48]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég vil leyfa mér að biðja þingmenn að fagna þeirri samstöðu sem er að myndast hér um þetta mál. Allir flokkar eiga hlut að máli. Það er ekki einn einasti flokkur hér inni sem getur fríað sig algjörlega ábyrgð í þessu máli (Gripið fram í.) og það er mjög merkilegt að hlusta á þingmenn reyna að fara með einhverja frasa úr fortíðinni og þykjast ekki hafa komið nálægt neinu, hv. þm. Mörður Árnason. (Gripið fram í: Hvernig var atkvæðagreiðslan?) Samfylkingin átti hlut að þessu máli í síðustu ríkisstjórn og vildi þá ekki breyta. Nú eigum við að hefja okkur upp úr þessu karpi, (Gripið fram í.) upp úr þessari fortíð og fagna samstöðunni. Nú eru allir flokkar sammála um þetta, líka Sjálfstæðisflokkurinn. Allir flokkar hafa átt hlut að þessu máli og við eigum að leyfa okkur að fagna saman. Nú er málið bara frá og við förum að vinna í öðrum góðum málum.