145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:34]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg):

Herra forseti. Í Njálu segir af því að farandkonur fóru milli Bergþórshvols og Hlíðarenda. Þar kom að Hallgerður spyr þær: Hvað hafðist Njáll að? Stritaðist hann við að sitja, svöruðu þær. Þessi ríkisstjórn stritast við að sitja. Hún lifir sjálfri sér og engu öðru og lifir þó varla. Það væri öllum fyrir bestu, og ekki síst ríkisstjórninni sjálfri og stuðningsmönnum hennar inni á þingi, að horfast í augu við þann veruleika. Að horfast í augu við hann heiðarlega og viðurkenna að þetta er búið spil og mæta þjóðinni, hafa kjark til þess að mæta þjóðinni og leggja verk sín í hennar dóm. Þangað á að skjóta þessu máli. Þess vegna á að samþykkja vantraust á ríkisstjórnina og rjúfa þing og boða til kosninga.

(Forseti (EKG): Og þingmaðurinn segir?)

Já.