149. löggjafarþing — 95. fundur,  29. apr. 2019.

loftslagsbreytingar og orkuskipti.

[15:37]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að benda hv. þingmanni á fyrirspurn frá hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé, sem er einmitt til fjármála- og efnahagsráðherra, um kolefnishlutleysi við hagnýtingu sameiginlegra auðlinda og eigna ríkisins. Mér vitanlega er ekki komið svar. (Gripið fram í.)Það kemur á eftir. Þá er bara mjög spennandi að sjá hvað er í því.

Til að svara spurningunni um hvort komi til greina að setja einhver skilyrði vegna frekari nýtingar þegar kemur að þessum málum finnst mér sjálfsagt að skoða slíkt. Maður hugsar kannski sérstaklega til þess að í orkustefnu sem verið er að móta núna sé hægt að setja fram einhverjar slíkar hugmyndir, að það sé ekki nákvæmlega sama í hvað sú orka fer sem verið er að afla. Þar mætti nefna sem dæmi hvort um er að ræða mengandi starfsemi, eins og hefur verið aflað orku til á Íslandi í allmiklum mæli hingað til, (Forseti hringir.) eða einhvers konar annarrar starfsemi eða orkuskipta, eins og ég nefndi hér áðan.