150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

um fundarstjórn.

[11:49]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Það er lágmark að forseti rökstyðji ákvörðun sína, hann færi fyrir því rök hvaða ummæli ég hafði uppi sem ætti að passa. Ég sagði að ákvörðun um að setja lög á verkföll lægst launaða fólks í landinu, sem á fátækustu börnin í landinu, væri barnfjandsamlegt. Mér finnst það. Er það vegna þess orðs? Var það að ég sagði að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætti að sjá sóma sinn í eða ætti að skammast sín? Ég mun klippa þessar ræður saman og samtalið hérna við forseta. Það er lágmark að forseti, ef hann ætlar að hafa afskipti af orðavali þingmanna og þar af leiðandi hafa afskipti af málfrelsi okkar, rökstyðji hvaða orð það séu sem eru ekki sæmileg.