150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

opinber stuðningur til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

711. mál
[12:04]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Í því frumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu erum við í rauninni flýta stofnun Kríu. Við höfðum gert ráð fyrir 150 milljónum á þessu ári en nú er lagt til að sú upphæð hækki allverulega. Nú erum við að mæla fyrir málinu og svo þarf það að fá sína þinglegu meðferð. Vonandi gengur okkur hratt og vel að koma Kríu á laggirnar þannig að sjóðurinn geti farið af stað. Við erum með í fjármálaáætlun núna um 7.650 milljónir til stofnunar þessa nýja sjóðs þannig að segja má að það sé tryggt að fjármagn sé til staðar. Hvað varðar síðan lífeyrissjóðina er í mínum huga lykilatriðið einmitt samspil við fjárfestingar þeirra og heimild til að hækka það hlutfall, sem í dag er 20% í lögunum, í 35%. Samspil Kríu og lífeyrissjóðanna, ef þeir nýta sér þessar heimildir, ef frumvarpið verður að lögum hér, myndi þroska umhverfið enn meira og það væri þá meiri peningar í umferð fyrir þessar hugmyndir, sem að mínu viti væru mjög til bóta.