150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

opinber stuðningur til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

711. mál
[12:10]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Við höfum reynt að vinna málið þannig að við séum að takmarka yfirbyggingu eins og kostur er og við erum að vinna með það og höfum verið í samtali við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins um að hann taki að sér þessa umsýslu vegna þess að þar er þekking og stoðþjónusta til staðar. Það segir skýrt að við erum að taka úr sjóðnum til að reka hann og við viljum taka sem allra minnst. Verkefnið í framhaldinu er að gera samning við NSA um að fela honum rekstur sjóðsins en það verður að sjálfsögðu sérstök sjálfstæð stjórn og það allt saman. En markmiðið er einmitt að takmarka yfirbygginguna eins og kostur er.