150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun .

721. mál
[13:20]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég hef fylgst með og man eftir frumvarpi Pírata um opna ársreikningaskrá og áherslu þeirra á það þannig að ég hugsaði sérstaklega til Pírata þegar ég mælti fyrir málinu. En hvað varðar hluthafaskrá þá er það alveg rétt, við erum ekki komin eins langt í því. Sum lönd eru með töluvert meira gagnsæi þegar kemur að þeim þætti. Þrátt fyrir að fyrirtækjum sé að sjálfsögðu skylt að vera með hluthafaskrá, þá er hún ekki opin og hvað þá gjaldfrjáls. Það er samt eitthvað sem við höfum aðeins skoðað, við erum ekki komin lengra með það, en sjálfsagt er að fikra sig áfram í því og sjá hvar við endum.