150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

barnalög.

707. mál
[14:16]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem við höfum undirgengist og þessar valkvæðu bókanir eru nánari útskýringar á því hvernig á að framfylgja barnasáttmálanum. Mér finnst frekar mikil hræsni að segja við krakkana: Þið kunnið ekki alveg á réttindi ykkar en við ætlum að kynna þau aðeins fyrst áður en þið fáið í raun öll réttindin sem við erum búin að samþykkja að framfylgja. Að sjálfsögðu ættum við að byrja þá að taka öll þau skref sem við höfum aðgang að og höfum skrifað undir. Við ættum að sjálfsögðu að staðfesta þriðju valfrjálsu bókunina til þess að geta byrjað að kenna á öll þau réttindi sem börn eiga að hafa samkvæmt barnasáttmálanum.