Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða.

976. mál
[22:22]
Horfa

Sigurjón Þórðarson (Flf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka það sem ég kom fram með hér fyrr í umræðunni, þ.e. að stjórnarfrumvarp sem hefur verið sett á dagskrá samræmist ekki þeim kröfum sem ríkisstjórnin hefur sett til að það sé tækt hér á dagskrá. Það er alveg augljóst að í greinargerð með frumvarpinu er ekkert fjallað um almannahagsmuni. Það er einfaldlega gerð sú krafa að almannahagsmunir séu skýrðir hvað það varðar þegar þeir eru undir. Það stendur til að ræða hér frumvarp sem skerðir almannahagsmuni og atvinnufrelsi og án þess að það sé skýrt og það sé tekið á því. Vissulega þá kemur fram í greinargerðinni að það standist eitthvert jafnræði, sem ég tel reyndar ekki vera, en það er ekkert fjallað um almannahagsmuni. Þess vegna tel ég, frú forseti, alvarlegt að halda þessu máli áfram og færi betur á því, betri bragur fyrir þingið, að fresta þessu máli þangað til búið er að gera grein fyrir almannahagsmunum í því þingskjali sem hér á að fara að ræða.