Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 95. fundur,  18. apr. 2023.

veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða.

976. mál
[22:40]
Horfa

matvælaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég stend nú ekki hér sem ráðherra neins tiltekins hagsmunahóps þó að hv. þingmaður telji svo vera, hvorki lítilla né stórra hagsmunaaðila, heldur er hér um að ræða viðbrögð, eins og fram kemur í rökstuðningnum í greinargerðinni, við ákalli um að koma betri stýringu á veiðar á grásleppu. Þetta mál er ekki sama mál og hér hefur áður komið fram, (SigurjÞ: Er það …)það er algerlega á hreinu. Hér er allt annað mál á ferðinni og ég bið hv. þingmann, svona til tilbreytingar, að halda sig við staðreyndir máls og það gæti verið áhugavert fyrir hann að gera það. Það eru kannski atriði hér í frumvarpinu sem fara fram hjá hv. þingmanni og mér finnst það ekki ólíklegt þar sem hann hefur m.a. ekki lesið hér ágætan kafla í greinargerðinni um stjórnskipuleg álitamál sem hann hefur ekki náð að kynna sér áður en hann fór í andsvör og í sérstakar athugasemdir við annars ágæta fundarstjórn forseta.