139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

hagkvæmniathugun á flutningi Landhelgisgæslunnar.

[10:52]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta yfirvegaða og málefnalega innlegg (Gripið fram í: Æi.) þingmannsins í þetta mál en ég fullvissa hv. þingmann um að aðkoma okkar að þessu máli er að tryggja málefnalega niðurstöðu. Það er það sem við erum að gera og frammíköll hv. þingmanns breyta engu um þann ásetning okkar. Við ætlum að fá vandaða niðurstöðu sem gagnast Landhelgisgæslunni og okkur sem skattgreiðendum. Við viljum finna lausn sem hentar öllum aðilum sem að þessu máli koma. (REÁ: … á Suðurnesjum.)