139. löggjafarþing — 95. fundur,  17. mars 2011.

svör ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[11:10]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Forseta er vandi á höndum þar sem það er algjörlega ljóst að hæstv. forsætisráðherra kallar eftir nýjum dagskrárlið sem ætti þá að heita fyrirspurnatími ráðherra til stjórnarandstöðunnar. Það er spurning hvort ætti að taka þá hugmynd hæstv. forsætisráðherra upp þegar breytingar á þingsköpum verða ræddar. Ég held að það sé eina leiðin vegna þess að svörin voru engin hjá hæstv. ráðherra, þvert á móti var varpað fram í belg og biðu alls kyns spurningum til forustumanna stjórnarandstöðunnar. Það er svo sem ágætt vegna þess að ráðaleysið hjá hæstv. forsætisráðherra virðist vera algjört.

Hin leiðin hjá ríkisstjórninni væri náttúrlega að segja sig frá völdum þar sem það eru engin svör við neinum spurningum sem hér er varpað fram. Þá er væntanlega ekkert í pípunum. Það er t.d. ekkert nýtt fyrir okkur þingmönnum að þingmál skuli lögð fram í þessum mánuði vegna þess að fresturinn (Forseti hringir.) til að leggja fram þingmál er einmitt til loka þessa mánaðar.

Hæstv. forseti. Ég tel að forseti þurfi að skoða (Forseti hringir.) þessi mál í ljósi niðurstöðu þessa …