143. löggjafarþing — 95. fundur,  10. apr. 2014.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

511. mál
[23:50]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Klukkan er að verða 12 og það eru tíu manns á mælendaskrá. Ég spyr virðulegan forseta: Hvað stendur hér til? Hvenær ætlar forseti að ljúka þessari umræðu? Á fjórða tímanum, fimmta eða hvaða hugsun er eiginlega í gangi? Hver er ástæða þess að í ljósi stöðunnar, þar sem er ágreiningur í nefnd og samkomulag er um umræðuna á morgun, að forseti hunsar ósk þingflokksformanna um fund til að ræða stöðuna sem upp er komin?

Ég skil ekki þessa hörku, ég bara skil hana ekki. Ég verð líka að segja að það eru vaxandi efasemdir í mínum huga um að það sé yfirleitt nokkurt samkomulag um umræðuna á morgun í ljósi þessarar hörku.