145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:10]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Það er eins og kosningar séu eitthvað stórhættulegt, svarti dauði. Af hverju hræðast menn að ganga til kosninga núna og endurnýja umboð sitt? Við hvað eru menn hræddir? (Gripið fram í: Dóminn.) Hræddir við dóm kjósenda? Já, ætli það sé ekki það sem er undirliggjandi. Ég held að dómur kjósenda verði ekki betri ef menn draga lappirnar og gera þetta einhvern tímann í haust eða guð má vita hvenær, (Gripið fram í.)að lágmarki næsta vor, eftir ár. En við treystum ekki stjórnarmeirihlutanum miðað við hvernig hann talar. Hv. þm. Jón Gunnarsson er strax byrjaður með hótun á pólitík: Ef þið verðið svona og ef þið verðið hinsegin. Það fer eftir því hvort stjórnarandstaðan er auðmjúk og fetar í fótspor stjórnarliðsins hvort landsmenn fá kosningu. Hvers konar tal er þetta? Það er ekki hægt að treysta stjórnarmeirihluta sem talar svona og getur ekki gefið (Forseti hringir.) út hvenær á að kjósa. Við viljum kjósa (Forseti hringir.) strax. Landsmenn vilja kjósa strax. (Forseti hringir.) Við Vinstri græn (Forseti hringir.) hræðumst ekki kosningar (Forseti hringir.) eins og Framsóknarflokkurinn og (Forseti hringir.) Sjálfstæðisflokkurinn gera.

(Forseti (EKG): Og hv. þingmaður segir?)

Já.