150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

fyrirmæli sóttvarnayfirvalda.

[10:34]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti minnir á að fyrirmæli sóttvarnayfirvalda um hámark 20 einstaklinga í sama rými og nálægðarreglu eru í fullu gildi fram til 4. maí nk. og eiga því við um þennan þingfund. Vel hefur gengið að starfa samkvæmt þessum viðmiðum og treystir forseti á áframhaldandi góða samvinnu við þingmenn um þetta efni.

Þá vill forseti geta þess að ýmsar ráðstafanir eru í undirbúningi sem tengjast þinghaldinu eftir 4. maí og verða þær kynntar betur í byrjun næstu viku.