150. löggjafarþing — 95. fundur,  30. apr. 2020.

opinber stuðningur til fjárfestinga í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum.

711. mál
[12:18]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Bara til að hnykkja aðeins á því, þannig að það sé enginn misskilningur af minni hálfu í málin, að það fjármagn sem er ætlað til Stuðnings-Kríunnar sem Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins verður falið að hafa umsýslu með, er hluti af þeim 1.200 milljónum sem eru ætlaðar í Kríuna. (Iðnrrh.: Já.) Veit hæstv. ráðherra hvort til eru eða eru í burðarliðnum vísisjóðir sem myndu geta með til þess að gera skjótum hætti óskað eftir fjárfestingu Kríusjóðsins nýja?