136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

stjórnarskipunarlög.

385. mál
[16:00]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta var ítarlega rætt og frá þessu var gengið. Þetta þykir alveg eðlileg lágmarkskrafa til að niðurstaða teljist endurspegla raunverulegan vilja þjóðarinnar. Þarna er um 50 þúsund manns að ræða, ekki rétt? Það er kannski lágt hlutfall þjóðarinnar en ég minni á að hver kjósandi verður að gera upp við sig að með því að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni er hann að afsala sér kosti á að hafa áhrif á stjórn landsins og þar með eigin hagsmunum og þjóðarinnar. Ég tel þetta því ekki vera óeðlilega lágt hlutfall og algerlega ásættanlegt.