149. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2019.

skráning einstaklinga.

772. mál
[16:49]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég get svarað því sem að mér og ráðuneytinu snýr. Við erum fyrst og fremst að tala um heildarlöggjöf er varðar þjóðskrá. Trúfélög eða sóknargjöld heyra sannarlega ekki undir það ráðuneyti og við höfum þar af leiðandi ekkert verið að skoða breytingar á öðrum lögum eða því fyrirkomulagi.

Hér er fyrst og fremst verið að velta fyrir sér hvernig þessi heildarendurskoðun getur samsvarað því sem ætlast er til við núverandi löggjöf úr öðrum lögum, að þjóðskrá geti uppfyllt og tekið tillit til nýrra persónuverndarlaga þannig að það standist það allt saman. Við getum svarað því. Það er svo allt önnur umræða, og spurning hvort taka þurfi þá umræðu í nefndinni. Ég býst við því, sökum áhuga hv. þm. Andrésar Inga Jónssonar á þessu málefni að hann muni halda því opnu til skoðunar í nefndinni. Það er sjálfsagt að það sé gert. Hér er fyrst og fremst verið að leggja fram heildarendurskoðun frumvarps um Þjóðskrá Íslands hvað varðar skráningu einstaklinga.