151. löggjafarþing — 96. fundur,  17. maí 2021.

svar við fyrirspurn.

[13:49]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Ágústi Ólafi Ágústssyni. Allir í þessum sal, allir hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar, hljóta að taka undir ákall um að framkvæmdarvaldið framkvæmi það sem þingið hefur falið því að gera. En var það ekki einmitt svo, forseti, að þessi ríkisstjórn talaði sérstaklega um að efla Alþingi í sínum samstarfssamningi? En hún getur ekki farið eftir vilja þingsins þegar tryggja á réttindi fatlaðs fólks. Þetta er mjög alvarlegt mál, forseti, og það er eðlilegt að þingmenn kalli eftir aðstoð forseta í slíku máli.