Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:49]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessarar spurningar hefur ítrekað verið spurt í dag og ég held að það sé mjög einfalt og stutt svar við því. Þó að maður velti fyrir sér á hvaða vegferð við séum og hvort allt sé í góðu gengi, hvort maður sé sáttur og hvað hafi breyst frá okkar sáttmálaupphafi þá þýðir það ekki að þú ætlir að ganga út úr sambandinu. Það þýðir bara að það er þörf á samræðu. En tilraunir okkar til samræðna um þetta eina mál, sem heitir ETS og er auðvitað ekki beint tengt þessu máli — ég tek það fram að ég las hér upp heilmikið um það sem Björg Thorarensen hefur skrifað um hvað stæðist stjórnarskrá og hvað ekki og hvað fjögurra manna nefnd Gunnars G. Schram áleit rétt í þessu. Það fjallaði auðvitað um kjarna málsins, hvort þetta stæðist og hvort þetta væri nauðsynlegt. Ég er ekki að mæla gegn því að við tökum þessa samþykkt og bara samþykkjum hana því að hún er í rauninni partur af dílnum eins og okkur mátti vera ljóst á sínum tíma. Ég segi bara: Að sjálfsögðu er ég ekki að leggja til að við segjum okkur út úr EES en ég vil að við getum talað við EES íslensku og ef þeir skilja ekki íslenskuna sem við erum búin að tala á yfir 100 fundum við þá, þá er eitthvað að í því sambandi. Þá þurfum við að viðurkenna það og ræða það sérstaklega hvers vegna einstrengingurinn er svona algjör öðrum megin. Við erum búin að vera þæg í 30 ár. Nú ætlum við ekki að eyðileggja okkar höfuðbúgrein með því að fara að bæta við sem nemur fargjaldi fram og til baka frá útlöndum í einhverja losunarskatta Ursulu von der Leyen.