154. löggjafarþing — 96. fundur,  16. apr. 2024.

ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf.

920. mál
[18:09]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég ætla bara líka að nota stuttan tíma til að segja að ég er sammála hæstv. ráðherra í því að hagsmunirnir eru meiri í því. Að sama skapi ætla ég að minna á ekki svo vel heppnaða sölu á síðasta hlut þar sem því var einhvern veginn haldið á lofti að til þess að fá hærra verð hefðu ákveðnir hlutir verið settir í farveg sem síðan kom í ljós að voru ekki góðir viðskiptahættir. Það sem ég er að reyna að segja er að það þarf líka að vera sterkur rökstuðningur fyrir því af hverju gegnsæi er líklegt til að lækka verð. Ég held að stundum sé það bara eitthvað sem er fleygt fram og menn þurfi ekkert að standa við þau orð, menn slengi þessu bara einhvern veginn út í kosmósið og allir taki því sem gefnu, vegna þess að það er ekkert endilega svo. (Innvrh.: Sammála því.) Ég held að það sé bara málið.