136. löggjafarþing — 96. fundur,  6. mars 2009.

virðisaukaskattur.

289. mál
[15:16]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Með samþykkt þess frumvarps sem hér er til afgreiðslu er stigið mikilvægt skref í þá átt að örva atvinnustarfsemina í byggingargeiranum en hann er meðal þeirra atvinnugreina sem hefur orðið hvað verst úti eins og kunnugt er í kjölfar efnahagshrunsins í október síðastliðnum. Sérstaklega eru gerðar ráðstafanir til að örva atvinnustarfsemi í greinum hönnuða, ráðgjafa og eftirlitsaðila í byggingariðnaði. Ég tel að það sé afskaplega þýðingarmikil breyting sem hér er gerð og er liður í því eins og ég sagði áðan að örva atvinnustarfsemina. Ég segi þess vegna já.