Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[16:03]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég er hjartanlega sammála hæstv. ráðherra hvað það varðar að hér séum við að tala um skussana og líka þessi tengsl við kennitöluflakk og vil bara aftur árétta þetta sjónarmið að menn eða fyrirtæki sem gerast sek um þetta eru vissulega brotleg við ríkissjóð en líka við samkeppnisaðila og samfélagið allt. En af því að ráðherra er hér með frumvarp sem er með alls konar þá vil ég kannski líka bara leyfa mér að fara aðeins í stóru myndina, sem sum þessara úrræða held ég að tengist beint og óbeint, en það eru ummæli Rannveigar Sigurðardóttur varaseðlabankastjóra í fjölmiðlum í dag þar sem hún er að ámálga það sem svo margir hafa gert, að verðbólgan myndi ganga hraðar niður ef ríkið sýndi meira aðhald, og kannski sérstaklega þennan punkt hennar um að það sé ekki verið að nýta tækifærið sem er til staðar til að loka fjárlagagatinu eða til að a.m.k. fara í það að nýta þennan óvænta tekjuauka í það (Forseti hringir.) að eiga eitthvað við skuldir.