Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

virðisaukaskattur o.fl.

952. mál
[16:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef nú verið að ræða að undanförnu um afkomubatann hjá ríkissjóði og þær aðgerðir sem við erum hér að ráðast í eru einmitt hugsaðar til þess að bæta afkomuna enn frekar. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar frumjöfnuðurinn hjá ríkissjóði batnar um 200 milljarða á skömmum tíma þá er ríkissjóður að taka til sín ávinninginn af þeirri þenslu sem er í samfélaginu. Það er bara augljóst. Og reyndar er afkomubatinn á þennan mælikvarða svo mikill að það fer bara í sögubækurnar sem einhver mesti afkomubati í ríkisfjármálum. (ÞorbG: En þessi ummæli …) Svo er alltaf spurning hvort það hefði mátt gera meira og betur og ég held að Seðlabankinn hefði líka alveg ástæðu til að spyrja sig að því stundum hvort vextir hafi mögulega verið lækkaðir of mikið á tímabili og þannig hagkerfið örvað of mikið. Við getum velt þessu fyrir okkur fram og til baka en ég tel að afkomubatinn (Forseti hringir.) hjá ríkissjóði sé verulegur, sérstaklega á árinu 2022, hann er töluverður á þessu ári (Forseti hringir.) og hann heldur áfram í þeirri áætlun sem við höfum lagt fyrir.