Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 96. fundur,  19. apr. 2023.

Evrópska efnahagssvæðið.

890. mál
[17:47]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, hér fengum að heyra ræðu, heilmikið um Evrópusambandið og hvort það væri gott að vera í því eða EES eða ekki. Það var talað um hjónabönd og ýmislegt annað. Ég er voða hræddur um að umræður um þetta ákveðna mál muni einmitt minnst fjalla um málið sjálft heldur fjalla um alls konar aðra hluti sem fólki tekst að tengja við það og gamla gremju varðandi Evrópusambandið og annað. Það er kannski það sem menn eru að kalla að séu Miðflokksmenn í fólki, að geta talað um allt annað en málið sjálft í löngu máli. En mig langaði í fyrra andsvarinu að spyrja hv. þingmann, af því að hann notaði myndlíkinguna um skilnað: Telur hv. þingmaður að það sé kominn tími á skilnað að borði og sæng eða jafnvel að fullu milli Íslands og EES?