136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[21:48]
Horfa

Guðfinna S. Bjarnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til að taka aðeins upp þráðinn, við ræddum það áðan að í frumvarpinu er sérstaklega kveðið á um það að sjái lífeyrissjóðir hættumerki — við vitum öll að lífeyrissjóðir eru mismunandi staddir í þessu kerfi — geti þeir sótt um í gegnum Fjármálaeftirlitið að stöðva útgreiðslu úr sjóðunum.

Þetta er mér svolítið umhugsunarefni vegna þess að ég tel þetta ákvæði sýna að ríkisstjórnin og þeir sem sömdu frumvarpið hafi gert sér grein fyrir hættunni sem við sjálfstæðismenn höfum rætt og bent á. Það er nefnilega stórhættulegt þegar aðili sem hefur verið í röðinni er ekki sá sem fyrst sótti um heldur einhvern tíma síðar, segjum aðili nr. 100.000, af því að það eru 120.000 sem geta sótt um. (Forseti hringir.) Hver er afstaða þingmannsins til þessa ákvæðis sem leyfir í raun og veru það að allir þessir hlutir fari í uppnám?