136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[22:09]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst hv. þm. Grétar Mar Jónsson ræða þessi mál af töluvert mikilli léttúð. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í það sem fram kom hjá hv. þm. Birki J. Jónssyni, en hv. þm. Grétar Mar Jónsson hefur ekki sést mikið í sölum Alþingis í dag. Við sjálfstæðismenn ræðum hér séreignarlífeyrissparnaðinn, málefni lífeyrissjóðanna. Upp hafa komið sjónarmið um að þær breytingar sem hér er fjallað um kunni að reynast lífeyrissjóðakerfi okkar hættulegar og þá kalla menn slíka umræðu leikrit. Hvers konar málflutningur er þetta? (Gripið fram í.) Við erum að ræða þessi mál efnislega og ég held að ekkert veitti af því að stjórnarandstaðan gerði það líka, ekki síst í ljósi þeirra áfalla (Forseti hringir.) sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir út af bankahruninu. (Forseti hringir.) Ég frábið mér því málflutning eins og fram hefur komið (Forseti hringir.) frá hv. þm. Grétari Mar Jónssyni (Forseti hringir.) og ekki síður frá hv. þm. Birki J. Jónssyni.