141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkomulag er um skiptingu ræðutíma og er sem hér segir: Um skiptingu ræðutímans fer eftir ákvæðum 86. gr. þingskapa, þ.e. honum er að hálfu skipt jafnt milli þingflokka og að hálfu að tiltölu við fjölda þingmanna í þingflokki. Forseti ákvað ræðutíma þingmanna utan flokka fimm mínútur, þ.e. samtals 25 mínútur fyrir fimm þingmenn. Að öðru leyti er ræðutímanum skipt eins og hér segir:

Röð flokka og ræðutími verður þannig:

Hreyfingin 28 mínútur, Samfylkingin 57 mínútur, Sjálfstæðisflokkurinn 52 mínútur, Vinstri grænir 42 mínútur, Framsóknarflokkur 39 mínútur og þingmenn utan flokka fimm mínútur hver.

Hver þingflokkur ræður því sjálfur hvernig tíma hans er skipt milli þingmanna innan flokksins sem taka þátt í umræðunni. Ræðumönnum verður raðað í umferðir eins og venja er. Engin andsvör verða leyfð.