150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

orð þingmanns um annan þingmann.

[14:16]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Forseti. Það var ágætt að fá baksögu þessara fyrirspurna en þá bara veit hv. þm. Birgir Ármannsson að þetta er ástæðan fyrir því að fyrirspurnirnar eru svona margar. Ef það væru aðrar og betri leiðir til að fá þessar upplýsingar hratt og vel væri það langbest. Mér heyrist ríkisstjórnin vera að tala um rafræna stjórnsýslu, hún er búin að tala um hana síðan ég datt inn á þing fyrir sjö árum, en það væri náttúrlega leiðin að þessar upplýsingar væru aðgengilegar, að landsmenn gætu séð hvaða verkefni eru í gangi. Kannski er ráð að setja það í forgang þannig að aðrar leiðir séu færar til að fá þessar upplýsingar á skýran og aðgengilegan hátt.

Hv. þm. Björn Leví Gunnarsson er í fjárlaganefnd og er mikið umhugað um að upplýsingar um mál sem hana varðar skili sér til landsmanna. Það er mjög gott mál.

Varðandi störf þingsins þarf þingmaður ekki að hafa óskað eftir því að koma með spurningu til annars þingmanns. Meginreglan er að sá sem gagnrýnir störf annars þingmanns í störfum þingsins býður honum og gefur honum tækifæri til að svara fyrir sig í störfum þingsins. Við skulum ekkert vera að klóra yfir það. Það er meginreglan (Forseti hringir.) og Birgir Ármannsson hefur beðist afsökunar sem er gott.

Ætlar forseti þingsins ekki bara að segja að það er meginreglan og ekkert að reyna að klóra yfir málið? Ég er bara að segja að hann hefði kannski átt að benda á það.