150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

orð þingmanns um annan þingmann.

[14:18]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Varðandi efni spurninganna sem felast í fyrirspurnum hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar er rétt að athuga að ef stofnanir ríkisins eru ekki á þriðja hundrað eru þær a.m.k. vel á annað hundraðið. Um hlutverk þeirra er fjallað í lögum um viðkomandi stofnanir. Þau lög eru alls staðar aðgengileg og hv. þingmenn þurfa ekki að láta einstök ráðuneyti eða aðra fletta því upp fyrir sig.

Varðandi fjárveitingar er fjallað um fjárveitingar til hverrar stofnunar um sig í fjárlögum sem eru hér til umfjöllunar á hverju ári þannig að ekki er um það að ræða að hér sé hv. þm. Björn Leví Gunnarsson að kalla eftir einhverjum leynilegum upplýsingum. Þetta er allt aðgengilegt.