Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 97. fundur,  24. apr. 2023.

Mennta- og skólaþjónustustofa.

956. mál
[18:02]
Horfa

Indriði Ingi Stefánsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svar við andsvari. Það er bara mjög ánægjulegt að heyra hversu sammála við erum um mikilvægi þessa. Kannski til að benda á aðeins meira í þessu þá verður vart hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í kjölfar þeirra miklu breytinga sem eru að verða á öllu þjóðfélaginu út af þeim byltingum sem eru að verða í gervigreindinni hvað varðar framsetningu á myndefni og slíku þar sem við sjáum gervigreind á örfáum sekúndum ýta út úr sér mynd sem gæti verið ljósmynd eða sem gæti verið teiknuð af listamanni og hefði hugsanlega tekið mörg ár í bígerð. Þannig að þessar miklu breytingar, það er varla hægt að leggja of mikla áherslu á hversu mikilvægt er að taka tillit til þeirra í allri þessari vinnu.