154. löggjafarþing — 97. fundur,  17. apr. 2024.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

1038. mál
[19:26]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Miðað við stefnu fyrstu ríkisstjórnar þessara þriggja flokka, þar sem efling á trausti til stjórnmálanna var eitt af aðalmálunum og kölluð var inn sérstök sérfræðinganefnd til að koma með tillögur og aðgerðir um það hvernig ætti að efla traust á stjórnmálum, og hvernig það allt fór, telur hæstv. ráðherra að ríkisstjórnin hafi náð árangri? Er hæstv. ráðherra stoltur af þeirri vinnu sem áorkaðist í þeim málum miðað við þær aðstæður sem birtast okkur í hinum ýmsu málum sem ábendingarnar í skýrslunni um eflingu trausts á stjórnmálum bentu á og hvernig var síðan farið með þær í öllum málunum; spillingarmálunum, broti á sóttvarnalögum og sölunni á Íslandsbanka? Er hæstv. ráðherra stoltur af því að hafa framfylgt (Forseti hringir.) þessum ábendingum sem lagðar voru til grundvallar eflingu á trausti til stjórnmálanna?