136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

yfirtaka ríkisins á Straumi fjárfestingarbanka.

[16:02]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Það er upplýsandi að vita að rekstur bankans verður ekki jafnumfangsmikill og hinna bankanna þriggja. Hins vegar eru verulegir hagsmunir í húfi fyrir ríkissjóð og fjármálakerfið. Eftir því sem ég kemst næst má ætla að eignir bankans séu um 600 millj. evra og eiginfjárhlutfall hans 16% þannig að gríðarlega mikilvægt er að vel sé utan um þetta haldið.

Ég vil því leggja áherslu á að hæstv. ráðherra upplýsi okkur um næstu skref í málinu og stefnumörkun hans varðandi bankana að öðru leyti. Ég hef sjálfur lagt áherslu á það að ríkissjóður reyni að lágmarka skuldbindingar sínar út af endurreisn bankanna (Forseti hringir.) og vona svo sannarlega að fall Straums verði ekki til þess að fella (Forseti hringir.) frekari ábyrgðir á ríkissjóð.