136. löggjafarþing — 97. fundur,  9. mars 2009.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða o.fl.

321. mál
[23:32]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér kemur þessi umræða hv. þingmanna Sjálfstæðisflokksins mjög á óvart. Á fundi með formönnum þingflokka í morgun var upplýst að fundur yrði haldinn fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt. Mér finnst furðulegt ef hv. þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki greint þingmönnum flokksins frá þessu enda alveg ljóst að mörg brýn mál liggja fyrir þinginu og mikilvægt að þingmenn geti komið skoðunum sínum á framfæri. Mér skilst að sjálfstæðismenn hafi flutt um það bil 70 ræður í dag um séreignarsparnaðinn og þeim liggur mikið á hjarta. (Forseti hringir.)

Það lá ljóst fyrir í morgun eða um hádegið (Forseti hringir.) að þessi fundur stæði eitthvað fram á nótt. (Forseti hringir.) Mér finnst furðulegt ef þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki gert þingmönnum grein fyrir því.