150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

afbrigði um dagskrármál.

[13:31]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Svo háttar til um 9. dagskrármálið að þingmálinu var útbýtt eftir 1. apríl og þarf því að leita samþykkis fyrir því að taka málið á dagskrá. Lítur forseti svo á að afbrigðin séu samþykkt án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum við því.

Enginn hreyfir andmælum og eru afbrigðin því samþykkt og málið getur komið til umræðu síðar á þessum fundi.