150. löggjafarþing — 97. fundur,  5. maí 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[15:40]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég tek bara undir með hv. þingmanni, ég held að skoða þurfi þetta orðalag vegna þess að fyrst og fremst er það auðvitað þannig að þeir borga mest sem nota mest en það verða augljóslega afslættir fyrir fjölda ferða þannig að hlutfallslega borgar sá sem fer einu sinni örugglega mest fyrir þá ferð. Þannig að laga þarf þetta orðalag ef það vekur einhvern misskilning.