Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 97. fundur,  24. apr. 2023.

svör við fyrirspurnum.

[15:07]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Eftir þennan langa lista yfir fyrirspurnir sem hefur verið svarað og óskir eftir því að fá að bíða með svör þá langaði mig að leita liðsinnis forseta. Ég lagði fram fyrirspurn þann 27. september síðastliðinn til hæstv. dómsmálaráðherra um bið eftir afplánun dóma. Þetta er á þskj. 224 og ég hef ekki fengið eitt einasta svar. Ég hef ítrekað þetta nokkrum sinnum og það er ekki einu sinni búið að biðja um að fá að svara seint. Þess skal getið að upprunalega kom þessi fyrirspurn fram í maí á síðasta ári og var ekki svarað í sumar þannig að mig langaði bara að leita liðsinnis hæstv. forseta um að ýta á eftir hæstv. dómsmálaráðherra að koma með svör.