143. löggjafarþing — 98. fundur,  28. apr. 2014.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu 2014.

564. mál
[18:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það hafa löngum verið góð og allt að því vingjarnleg og vinaleg samskipti milli Íslendinga og Færeyinga sem brjóta þessa reglu um hagsmunatengsl. En mér fannst eins og að þessi samningur sem Evrópusambandið gerði við Norðmenn og Færeyinga hefði aldrei verið gerður ef Færeyingar hefðu ekki verið með. Þeir hefðu alla vega átt að vinka til okkar manna og segja: Við verðum hérna eftir.