153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð.

941. mál
[18:46]
Horfa

Halldór Auðar Svansson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri mér grein fyrir því að það er almennt ekki lengur þannig að tekjustofnar séu markaðir og ég tel það ekki endilega vandamál en það hlýtur líka að kalla á einhvers konar verklag við úthlutun á þessu fjármagni. Það gleður mig að heyra að tölur bendi til þess að það sé þarna samhengi á milli. En ég er kannski bara enn og aftur að velta fyrir mér hvort það hafi farið fram greiningar nú þegar á þörfinni á hverjum stað fyrir sig og hvort þessar innheimtutekjur séu í samræmi við hana, þ.e. kannski að dýpka svolítið hugsunina um nákvæmlega hvernig úthlutun á þessu fer fram.