153. löggjafarþing — 98. fundur,  25. apr. 2023.

vopnalög.

946. mál
[20:54]
Horfa

dómsmálaráðherra (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef vissulega heyrt þessum sjónarmiðum hreyft en í þessu frumvarpi er eingöngu tekið til skotvopna og breytinga á þeim lögum en við erum meðvituð um það í ráðuneytinu að það er nauðsynlegt að fara í nánari heildarúttekt og endurnýjun á vopnalögum. En það þótti mikilvægt að bregðast við þessum þáttum sem hér er verið að bregðast við sérstaklega.