141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015.

567. mál
[17:03]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er mjög ánægjulegt að greiða atkvæði um þessa tillögu og ég þakka hæstv. forseta fyrir að bera fram tillögu þessa efnis ásamt fjölda annarra hv. þingmanna að þess mannréttindaáfanga verði sérstaklega minnst með hátíðahöldum og fræðistörfum sem náðist fyrir tæpum 100 árum þegar konur fengu kosningarrétt sem og alþýða fólks.

Þá fagna ég því að í nefndaráliti sé tekið fram að 200 afmælishátíð Jóns Sigurðssonar hafi kostað um 94,8 millj. kr. og beri að hafa það til hliðsjónar þegar ákveðnir verða fjármunir fyrir þetta verkefni. Ég vil bæta því í sarpinn að þegar 100 ára heimastjórnarafmælinu var fagnað árin 2003–2004 voru framlög 60,5 millj. kr. Ég treysti því að frú forseti sjái til þess að sú fjárhæð verði framreiknuð.