150. löggjafarþing — 98. fundur,  6. maí 2020.

vernd uppljóstrara.

362. mál
[16:18]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessu máli og styð það eindregið en tek undir með hv. síðasta ræðumanni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, að það er ákaflega mikilvægt fyrir nefndina að skoða og taka afstöðu til umsagnar frá Amnesty International sem ég tel að varpi ljósi á málið sem nefndin þarf að taka til gaumgæfilegrar athugunar.